Glæponssynir frá Hæli sigursælir á hrútasýningu
Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hélt hrútasýningu í Hvammi í Vatnsdal sl. fimmtudagskvöld. Tveir hrútar undan Glæponi frá Hesti hrepptu fyrstu sæti í flokki mislitra og hyrndra og komu báðir frá Hæli. Besti hrútur sýningarinnar kom hins vegar frá Hofi.
Þeir hrútar sem stóðu hæstir eftir dóma kvöldsins eru eins og áður segir hrútur undan Glæpon frá Hesti og móður sem ber númerið 18-052 frá Hæli en móðurfaðir er Durtur frá Hesti.
Í flokki hyrndra varð einnig hrútur frá Hæli, einnig undan Glæpon frá Hesti en móðurfaðir er Hólmi frá Svíafelli og hans faðir Hörður frá Breiðabólsstað.
Í flokki kollóttra stóð hæstur hrútur frá Hofi undan Árangri frá Árbæ en sá er undan Hnokka frá Árbæ. Móðir er Strönd frá Hofi undan Spegli frá Hofi en hans faðir er Spotti frá Árbæ.
Sigurvegari þessa flokks var jafnframt valinn besti hrútur sýningarinnar.
Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir Jóns Gíslasonar frá hrútasýningunni sl. fimmtudagskvöld.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.