Friðargangan í fallegu veðri í morgunsárið
Hin árlega Friðarganga Árskóla fór fram í morgun en þá mynda nemendur skólans keðju á kirkjustígnum frá kirkju og upp á Nafir að ljósakrossinum. Ljósker er látið ganga milli nemendanna sem láta friðarkveðju fylgja með og þegar ljóskerið er komið að enda mannlegu keðjunnar er ljósið kveikt á krossinum við mikinn fögnuð viðstaddra.
Lagt var af stað kl. 8:30 frá Árskóla og voru foreldrar og aðrir bæjarbúar hvattir til að taka þátt í þessum táknræna og hátíðlega viðburði með nemendum. Eftir gönguna var boðið upp á kakó og piparkökur á lóð skólans. Veðrið var hressandi í ár, pínu kalt en lítill vindur og gekk þetta allt eins og í sögu. Myndirnar tók Þórey Gunnarsdóttir kennari í Árskóla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.