Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi
Viðreisn kynnir nú framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fara fram þann 25. september. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, leiðir listann. Í 2. sæti er Bjarney Bjarnadóttir, kennari, Starri Reynisson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, situr í 3. sæti listans og Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sálfræðinemi, er í 4. sæti.
Guðmundur kveðst afar stoltur af því að leiða lista Viðreisnar í kjördæminu og hlakkar til kosningabaráttunnar næstu vikur og mánuði.
„Við teflum fram ungu og öflugu hugsjónafólki í bland við reynslubolta; fólki sem hefur ástríðu fyrir svæðinu og íbúum þess. Við erum staðráðin í að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og tala fyrir brýnum framfaramálum og tímabærum áherslubreytingum á þessu mest spennandi svæði landsins. Framtíðin er björt í Norðvesturkjördæmi og með þetta mannval mun Viðreisn sannarlega láta til sín taka. Við iðum í skinninu og munum verja næstu mánuðum í að ræða við okkar heimafólk, tala fyrir áherslumálum flokksins og hlusta. Þetta verður frábært kosningasumar,“ segir Guðmundur.
Notast er við svokallaða fléttulista á framboðslistum Viðreisnar þar sem hver frambjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan.
Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi:
- Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Bolungarvík
- Bjarney Bjarnadóttir, kennari. Borgarnes
- Starri Reynisson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Akranes
- Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sálfræðinemi. Ísafjarðarbær
- Egill Örn Rafnsson, tónlistarmaður og nemi í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst. Bifröst
- Edit Ómarsdóttir, verkefnastjóri Icelandic Startups. Akranes
- Pétur Magnússon, húsasmiður. Ísafjarðarbær
- Svandís Edda Halldórsdóttir, lögfræðingur. Akranes
- Alexander Aron Guðjónsson, rafvirki. Akranes
- Auður Helga Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Ísafjarðarbær
- Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri. Stykkishólmur
- Lee Ann Maginnis, kennari og lögfræðingur. Blönduós
- Magnús Ólafs Hansson, húsgagnasmíðameistari. Akranes
- Ragnheiður Jónasdóttir, forstöðumaður. Akranes
- Pétur G. Markan, fyrrv. sveitarstjóri og formaður Vestfjarðastofu. Samskiptastjóri. Hafnarfjörður
- Sigrún Camilla Halldórsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Ísafirði. Ísafjarðarbær
/Fréttatiilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.