Flugmaður steig of harkalega á bremsu

Mynd úr skýrslu RNSA sýnir vélina á hvolfi.
Mynd úr skýrslu RNSA sýnir vélina á hvolfi.

Flugmaður í aftursæti heimasmíðaðrar flugvélar sem hvolfdi við Blönduósflugvöll 4. maí sl. steig í ógáti og of harkalega á bremsu sem varð til þess að vélin steyptist yfir sig með fyrrgreindum afleiðingum í lendingarbruni á grasi utan flugbrautar. Í frétt á Vísi.is segir að þetta sé niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt 31. desember 2021. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir báðir ómeiddir og komust sjálfir út vélinnien skemmdir á henni voru minniháttar.

Um var að ræða stélhjólsvél af gerðinni Piper PA-12 sem flokkuð var sem heimasmíði og smíðuð þannig að henni er hægt að stjórna úr fram- og aftursæti.

„Flugmaðurinn og farþeginn lentu nokkrum sinnum og skiptust á að vera við stjórn flugvélarinnar. […] Flugmaðurinn var vanur að fljúga flugvélinni úr framsæti en var að þessu sinni í aftursæti hennar. Í lokalendingunni, eftir um það bil 100 metra lendingabrun, var flugmaðurinn að beita hliðarstýrum en steig í ógáti og einnig fremur fast á hemlana um leið og hann var að stíga á fótstig fyrir hliðarstýri með þeim afleiðingum að flugvélin steyptist yfir sig og hafnaði á hvolfi.“

Sjá nánar frétt Vísis.is >

Sjá skýrslu RNSA um alvarlegt flugatvik >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir