Feykissýning í tilefni 40 ára afmælis hefur opnað í Safnahúsinu

Frá vinnu við plaggatagerðina.
Frá vinnu við plaggatagerðina.

Í apríl varð héraðsfréttablaðið Feykir 40 ára og var til dæmis haldið upp á tímamótin með útgáfu afmælisblaðs. Nú hefur verið opnuð dálítil afmælissýning í Safnahúsi Skagfirðinga og er sýnt á báðum hæðum. Um er að ræða upprifjanir á minnisstæðum fréttum nokkurra þeirra aðila sem að blaðinu hafa komið í gegnum tíðina. Sýningin er hluti af dagskrá Sæluviku Skagfirðinga sem nú stendur yfir.

Það voru starfsmenn Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, þær Sólborg, Kristín og Eyrún, sem höfðu frumkvæði að uppsetningu sýningarinnar, söfnuðu saman efni og tóku viðtöl, en Nýprent annaðist uppsetningu, prentun og frágang. Á öllum spjöldunum má finna svokallaða QR-kóða sem vísa ýmist í fréttirnar sem minnst er og opnast þær þá á Tímarit.is eða þá að hlýða má á hlaðvarpsviðtöl við viðkomandi viðmælendur.

Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga - heradsskjalasafn.skagafjordur.is - og finna þar hlaðvarpsþætti með þessum sömu viðtölum. Sýninguna sjálfa er hægt að skoða á opnunartímum Safnahússins og í vikunni stendur til að opna ljósmyndasafn Feykis á vef safnsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir