Feykir vikunnar - Unghryssan Eygló frá Þúfum setti heimsmet
Í Feyki vikunnar er Mette Manseth tekin tali í tilefni af því að heimsmet var sett á síðsumarssýningu á Hólum í Hjaltadal sem haldin var dagana 18. til 21. ágúst sl. þegar fjögurra vetra hryssan Eygló frá Þúfum náði bestu einkunn sem gefin hefur verið til þessa í þeim flokki. Hryssan hlaut 8,63 fyrir sköpulag, 8,56 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,59, sem er hæsta einkunn sem fjögurra vetra hryssa hefur hlotnast til þessa.
Margt annað forvitnilegt má sjá í blaðinu, m.a. umfjöllun um viðgerð Stefánskirkju við tréiðnadeild FNV á Sauðárkróki en hún var reist við skólann fyrir skömmu þar sem lagfæringar fara fram. Eyþór Fannar Sveinsson segir lesendum frá verkefninu sem er heldur sérhæft í nútímanum.
Sjónvarpsmaðurinn og samfélagrýnirinn Frímann Gunnarsson, sem fólk þekkir úr sjónvarpsþáttunum Smáborgarasýn Frímanns, svarar spurningum í RABB-A-BABB.
Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir á Hvalshöfða ritar áskorendapistilinn að þessu sinni og lætur hugann reika til æskuáranna. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir er æi viðtali og segir lesendum frá nýjum hlaðvarpsþætti sem hún stýrir og Ragheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri á Hvammstanga, gefur lesendum afbragð uppskriftir þrátt fyrir að ungir drengir á heimilinu séu ekki alveg vissir um ágæti kokksins.
Þá eru föstu þættirnir á sínum stað eins og íþróttir og öll afþreyingin, fyrir utan vísnagátuna sem komst ekki fyrir að þessu sinni vegna hinna afbragðsgóðu uppskrifta Ragnheiðar Jónu. Vonandi að enginn verði yfir sig leiður af þeim sökum. Spurning vikunnar og í lokin segir Jón Árnason hvernig vörn gengur best gegn ásóknum drauga.
Ekki má gleyma auknum körfuboltaáhuga á Blönduósi en nýverið var stofnuð körfuboltadeild á staðnum og segir Lee Ann Maginnis frá. Fleira má tína til eins og fréttir, leiðara, aflafréttir og hugrenningar Rúnars Kristjánssonar á Skagaströnd er hann sá gamla mynd af Stefáni fræðimanni á Höskuldsstöðum.
Ef þú ert ekki áskrifandi er leikur einn að græja það HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.