Ferðavagnageymsla á vegum Skagastrandar í vetur

Skagaströnd að vetri til. Mynd: Höfðaskóli.
Skagaströnd að vetri til. Mynd: Höfðaskóli.

Í vetur mun Sveitarfélagið Skagaströnd bjóða upp á frostfría ferðavagnageymslu fyrir hljólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, traktora og bíla í gömlu rækjuvinnslunni að Oddagötu frá 1. september 2021, þegar byrjað verður að taka á móti vögnum, til 15. maí 2022, þegar afhending eftir veturinn fer fram. 

Verð á hvern lengdarmetra með beisli er 12.000 krónur og beiðni um pláss skal senda á sveitastjori@skagastrond.is eða hafa samband við skrifstofu í síma 455-2700. Það er um að gera að drífa sig að bóka pláss því að röð umsókna ræður. 

Á vef Svf. Skagastrandar sem greinir frá þessu kemur eftirfarandi fram um tryggingar á eigum leigutaka:
"Leigutaki ber einn ábyrgð á eigum sínum í hinu leigða húsnæði og skal sjá um að tryggja eigur sínar sjái hann ástæðu til. Leigusali mælist til þess að leigutaki láti tryggingarfélag sitt vita að ferðavagn eða aðrar eigur hans séu í geymdar í geymslunni."

/SMH

 




Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir