Ertu klár fyrir kosningarnar? – Lögheimilisflutninga þarf að tilkynna fyrir helgi
Lögheimilisflutningar þurfa að hafa borist fyrir 21. ágúst nk. til að hafa gildi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara þann 25. september nk. og mun flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem eiga sér stað eftir 20. ágúst nk. ekki hafa áhrif á útgefinn kjörskrárstofn.
Á vef Þjóðskrár segir að þetta þýði að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 20. ágúst eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag, sem er þann 21.
Finna má ýmsar upplýsingar um kosningarnar á kosning.is og þann 24. ágúst er gert ráð fyrir að opna vefuppflettið „Hvar á ég að kjósa“ inni á skra.is þar sem einstaklingar geta athugað hvar þeir eigi að kjósa.
Kosning utan kjörfundar hófst sl. föstudag og fer fram hjá sýslumönnum um allt land og á skrifstofu sendiráðs, sendiræðisskrifstofu eða hjá kjörræðismanni erlendis.
Nánari upplýsingar um hvar og hvenær unnt er að kjósa utan kjörfundar er að finna á heimasíðu sýslumanna syslumenn.is. Utanríkisráðuneytið, sendiskrifstofur og sendiherrar erlendis upplýsa um hvar og hvenær utankjörfundarkosning fer fram erlendis. Sveitarfélög auglýsa nokkru fyrir kjördag hvar kjörstaðir séu og hvenær þeir eru opnir, skiptingu í kjördeildir o.fl.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.