Eitt lítið jólalag – Jólalag dagsins

Nú er loksins kominn desember og því má fara að leika jólalögin skammlaust enda fátt betra til að telja niður dagana til jóla. Við byrjum á einu gömlu og góðu sem Birgitta Haukdal söng á plötunni 100 íslensk jólalög sem kom út 2006.

Magnús Kjartansson er bæði höfundur lags og texta. Á WikiPedia segir:

„Magnús ólst upp í Keflavík. Foreldrar hans voru Kjartan Henry Finnbogason (1928 – 2005) og kona hans, Gauja Guðrún Magnúsdóttir (1931-2017).

Magnús stundaði tónlistarnám í Tónlistarskóla Keflavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Herbert H. Ágústssyni og Ragnari Björnssyni. Frá árinu 1966 hefur Magnús verið tónlistarmaður að aðalstarfi. Hann hefur leikið með mörgum hljómsveitum (aðallega á hljómborð, píanó og trompet), verið útsetjari og upptökustjóri og samið eigin tónlist. Hann hefur starfað mikið að málefnum FTT og STEF og verið formaður í báðum félögunum.

Magnús gekk 28. febrúar 1971 að eiga Sigríði Kolbrúnu Oddsdóttur (f. 1951). Þau áttu frá 1980 heima í Hafnarfirði. Magnús starfaði um tíma að bæjarmálum þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir