Dreifing á Feyki vikunnar tefst
Lesendur Feykis þurfa enn á ný að sýna þolinmæði vegna útgáfu Feykis þessa vikuna þar sem dreifing getur ekki hafist fyrr en á morgun. Ástæðan er sú að blaðið er prentað fyrir sunnan og barst ekki norður yfir heiðar fyrir daginn í dag eins og til stóð.
Vegna sumarleyfa er Feykir prentaður á höfuðborgarsvæðinu en gert hafði verið ráð fyrir því að hann bærist með flutningabíl norður í gærkvöldi, sem ekki gekk eftir. Fyrir vikið kemst hann ekki til áskrifenda á Króknum í dag og ekki fór hann í dreifingu á pósthús í dag svo áskrifendur lengra til geta búist við að fá hann ekki í hendur fyrr en á föstudag og jafnvel einhverjir ekki fyrr en eftir helgi.
Biðjumst við velvirðingar á þessum mjög svo leiðinlegu aðstæðum.
Þeir sem hafa stofnað aðgang að rafrænum Feyki geta nálgast hann rafrænt nú þegar en allir áskrifendur eiga þann rétt án aukagjalds. Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.