Dans og skemmtun í Krúttinu
Laugardaginn 31. ágúst verður viðburður og námskeið í Krúttinu á Blönduósi sem kallast Art in motion. Dance Class. Concert. Party. Þetta gæti gúgglast sem List á hreyfingu. Dansnámskeið. Tónleikar. Partý. Nema hvað að dagskráin hefst kl. 17:30.
Þátttakendum verður kennt að dansa til dæmis cha-cha, jive og vals. Kaffi er í boði á meðan námskeiðið stendur yfir og þá verður reyndar barinn líka opinn. Eftir dansnámskeiðið, eða um klukkan 20:00, verður hægt að kaupa kjötsúpu og sætan bita á kr. 2.500.
Þeim sem hyggjast taka þátt er bent á að mæta í þægilegum fatnaði eða eins og þeir kjósa. Það er engin þörf á að vera í dansfötum eða skóm. Áhugasamir geta komið einir eða með dansfélaga. Þeir sem ekki hafa áhuga á að dansa geta mætt á tónleika og djamm. Hægt er að kaupa miða við hurð. Greiðslu í peningum. Verð: 2.500 kr á mann.
Dagskrá kvöldsins:
17:30 - 18:00 - Húsið opnar
18:00 - 18:45 - Dansnámskeið
19:00 - 19:45 - Dansnámskeið
19:45 - 21:00 - Dansæfingar
21:00 - 22:00 - Stefanova - Náttúran er kona - tónleikar
22:00 - 00:00 - Eftirpartý
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.