Dagný Rósa ráðin fræðslustjóri í A-Hún
Á fundi stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún föstudaginn 16. ágúst 2024 var samþykkt að ráða Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur í starf fræðslustjóra. Í framhaldi af uppsögn fræðslustjóra, Þórdísar Hauksdóttur, þann 26. júní sl. samþykkti stjórn byggðasamlagsins óformlega að staðan yrði auglýst hið fyrsta.
Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst og bárust þrjár umsóknir.
Dagný Rósa Úlfarsdóttir mun hefja störf 6. september nk. Hún hefur kennt við Höfðaskóla á Skagaströnd síðan 1999, er með B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands 2002, með diplómu í upplýsingatækni frá HA síðan 2020 og MT (Master of teaching) frá HA 2022. Þar fyrir utan sat hún í sveitarstjórn Skagabyggðar í 12 ár og oddviti þar 2018-2022. Dagný Rósa býr á Ytra-Hóli, mitt á milli Skagastrandar og Blönduóss, en er fædd og uppalin í Skagafirði.
Þórdís Hauksdóttir lýkur störfum um miðjan september og er henni þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.