B&S sendir öllum 70 ára og eldri frían kvöldmat
Hjónin Björn Þór Kristjánsson og Sandra Kaubriene sem eiga og reka veitingastaðinn B&S Restaurant á Blönduósi ákváðu nýverið að bjóða öllum Blönduósingum 70 ára og eldri að fá frían kvöldmat heim að dyrum. Á Húni.is kemur fram að á boðstólum séu íslenskar lambakótelettur í raspi með öllu tilheyrandi.
„Á annað hundrað manns fær kvöldmat frá B&S í vikunni og verður úthlutað eftir hverfum. Fyrsta hverfið fékk mat gær, annað í kvöld og það síðasta á fimmtudaginn.
Fjallað er um þetta góðverk Björns og Söndru á vef Fréttablaðsins. Haft er eftir Birni að þau hafi ákveðið að gera eitthvað fyrir fullorðna fólki á Blönduósi,“ segir á Húna.is
„Það er búið að vera lokað mikið inni og það er lítil tilbreyting í lífinu hjá þeim þessa dagana. Þetta er fólkið sem byggði upp landið okkar og við eigum að bera virðingu fyrir þeim. Þess vegna ákváðum við að gera þetta fyrir þau,“ segir Björn.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.