Boðað til fundar um mótun samstarfs um Textílklasa
Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi vinnur nú að mótun Textílklasa í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Með klasasamstarfinu verður skapað vistkerfi fyrir hagaðila af öllu landinu. Í frétt á vef SSNV kemur fram að góðu klasasamstarfi fylgi ákveðinn kraftur sem hraðar ferlum og þróun sem annars tæki lengri tíma að ná fram. Verkefnið er styrkt af Lóu – nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni.
Textílmiðstöðin hefur það meginmarkmið að vera alþjóðleg miðstöð öflugrar rannsóknar- og þróunarstarfssemi í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl. Fyrsta stafræna textílsmiðjan var opnuð á síðasta ári sem er nauðsynleg stoð fyrir aðila í textíliðnaði. Textílmiðstöðin er þátttakandi í ýmsum samstarfsverkefni á borð við Horizon2020 í verkefninu CENTRINNO og lausnamótið Ullarþon.
Textílklasi er formlegt samstarf sem fylgir ákveðnu utanumhaldi en nánar má lesa um það hér á heimasíðu SSNV.Boðað er til opins fundar um mótun samstarfs um Textílklasa þann 27. janúar kl. 13:00-16:00 og fer hann fram á netinu. Skráningarform er að finna hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.