Blönduósbær mætir útgjaldaaukningu ársins með lántöku

Séð yfir hluta Blönduóss. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Séð yfir hluta Blönduóss. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

Húni.is greinir frá því að á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í síðustu viku var lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2020 en hann byggir á breyttum forsendum um tekjur og gjöld á yfirstandandi ári. Samtals er um útgjaldaaukningu að ræða og nemur hún 135,3 milljónum króna sem mætt verður með lántöku. Stærsta einstaka breytingin er lækkað framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 45,1 milljón króna.

Gert er ráð fyrir að skatttekjur lækki um 28,7 milljónir og að hagnaður af sölu eigna komi ekki til innlausnar á árinu eins og áætlað var, og nemur sú fjárhæð um 23,5 milljónum. Þá er gert ráð fyrir að laun og launatengd gjöld hækki um 28 milljónir, lífeyrisskuldbindingar um 14 milljónir, afskriftir og fjármagnsgjöld um 2,2 milljónir og annar rekstrarkostnaður um 14,6 milljónir.

Samþykkt byggðaráð að leggja það til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að samþykkja viðaukann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir