Bjarni Jónsson sigraði í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Bjarni Jónsson mun leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi til alþingiskosninga í haust.
Bjarni Jónsson mun leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi til alþingiskosninga í haust.

Um helgina fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði, fékk flest atkvæði í fyrsta sæti en Lilja Rafney Magnúsdóttir, núverandi oddviti listans í kjördæminu endaði í öðru sæti. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að valið hafi verið í fimm efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

  1. sæti Bjarni Jónsson með 543 atkvæði í 1. sæti
  2. sæti Lilja Rafney Magnúsdóttir með 565 atkvæði í 1.-2. sætið
  3. sæti Sigríður Gísladóttir með 444 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. sæti Þóra Margrét Lúthersdóttir með 622 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. sæti Lárus Ástmar Hannesson með 679 atkvæði í 1.-5. sæti

8 voru í framboði
Á kjörskrá voru 1454
Atkvæði greiddu 1049
Kosningaþátttaka var 72%
Auðir seðlar 3

Kjörstjórn leggur fram lista með 16 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir