Bændum í nautgriparækt boðin þátttaka í Loftslagsvænum landbúnaði

Mynd úr Blönduhlíð. Mynd: SMH
Mynd úr Blönduhlíð. Mynd: SMH

Hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er Loftslagsvænn landbúnaður. Markmiðið verkefnisins er að auka kolefnisbindingu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Í júní var undirritaður samningur við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og umfhverfis- og auðlindaráðuneytið um að stækka verkefnið og fyrirhugað er að bjóða fimmtán nautgripabúum að taka þátt í haust. Nú þegar eru 27 sauðfjárbú í verkefninu, víðsvegar af landinu.

Þátttakendur eiga að hrinda loftslagsmarkmiðum í framvæmd með því að gera skriflega aðgerðaáæltun fyrir búreksturinn og með því gerast þeir virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.

Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslan og Skógræktin veita þátttakendum fræðslu, heildstæða ráðgjöf og aðhald, auk þess sem þeir fá styrk til þáttöku, aðgerða- og árangurstengdar greiðslur þegar líður á verkefnið.

Verkefnið hefst í september 2021 og er umsóknarfrestur til 8. ágúst nk. Áhugasamir um þátttöku geta sótt um á  vefsíðu RML eða haft samband við Berglindi Ósk Alfreðsdóttur, verkefnastjóra, í síma 516-5000 eða á berglind@rml.is

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir