Austan Vatna meðal átta verkefna Vaxtarrýmis

Inga og Edu á Frostastöðum taka þátt í Vaxtarrými með Austan Vatna. Mynd af ssnv.is.
Inga og Edu á Frostastöðum taka þátt í Vaxtarrými með Austan Vatna. Mynd af ssnv.is.

Átta nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 4. október næstkomandi. Á heimasíðu SSNV er sagt að teymin átta séu kraftmikil en fjölmargar umsóknir bárust víðsvegar af Norðurlandi af fjölbreyttum verkefnum.

Vaxtarrými er fyrsta verkefni nýstofnaðra regnhlífasamtaka nýsköpunar á Norðurlandi, Norðanátt, en að þeim koma SSNV, SSNE, Eimur, Nýsköpun í norðri, Hraðið og RATA .

Norðanátt er ætlað að vera hreyfiafl sem miðar að því að skapa kraftmikið umhverfi á Norðurlandi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki.

„Norðanátt byggir á hringrás árlegra viðburða þar sem frumkvöðlar fá tækifæri til að þróa hugmyndir sínar, vaxa og ná lengra. Hringrásin samanstendur af lausnamóti, vinnusmiðju, viðskiptahraðli og fjárfestamóti,“ segir á ssnv.is en markmið Vaxtarrýmisins er að hjálpa teymunum að vaxa hratt á þessum átta vikum og á þeirra forsendum.

Þátttakendur komu víða að en eitt verkefnið af Norðurlandi vestra, Austan Vatna, hlaut náð fyrir augum valnefndar. Austan Vatna framleiðir Chimicurri sósur og fullvinnur kjötafurðir en notast er við staðbundin hráefni og lögð áhersla á mikilvægi samspils náttúru og dýra. Austan Vatna er verkefni Eduardo Montoya Ingu Dóru Þórarinsdóttur á Frostastöðum í Skagafirði.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu SSNV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir