Auglýst eftir fulltrúum á nýja skrifstofu skipulags- og byggingamála í Húnavatnssýslum

Laus eru til umsóknar embætti byggingafulltrúa og embætti skipulagsfulltrúa á nýrri skrifstofu í Húnavatnssýslum auk annarra starfa á skrifstofunum tveimur en á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að starfsstöðvarnar verði á Hvammstanga og Blönduósi.

Það eru sveitarfélögin Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær og Skagabyggð sem auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í stöðurnar en fulltrúarnir munu þjóna öllu svæðinu.

Helstu verkefni og ábyrgð byggingarfulltrúa er að sjá um skipulags- og byggingarmál sveitarfélaganna, gerð áætlana og eftirfylgni, mælingar og úttektir, undirbúa fundi skipulags- og umhverfisráðs sveitarfélaganna og fylgja eftir niðurstöðum þeirra.

Meðal þess sem skipulagsfulltrúi þarf að annast er yfirumsjón með skipulagsmálum sveitarfélaganna, rekstur skipulagsmála ásamt upplýsingagjöf og ráðgjöf við m.a. íbúa, kjörna fulltrúa, hönnuði og verktaka um skipulagsmál. Umsóknarfrestur er til og með 25. október nk.

 Sjá nánar á blonduos.is og hunathing.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir