Atvinna: félagsráðgjafi í barnavernd
Félags- og skólaþjónusta A-Hún auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Ráðning er tímabundin til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Félagsþjónusta A-Hún sinnir allri félagslegri þjónustu í austur Húnavatnssýslu. Hjá Félags- og skólaþjónustu A-Hún er lögð áhersla á að þjónustan einkennist af fagmennsku, áreiðanleika og jákvæðni. Starfið krefst sérfræðiþekkingar á meðferð barnaverndarmála.
Umsóknafrestur er til og með 19. ágúst 2021
Helstu verkefni
- Móttaka barnaverndartilkynninga og skráning
- Vinnsla barnaverndarmála, samskipti og samvinna við börn og foreldra
- Teymisvinna við vinnslu barnaverndarmála
- Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála
- Samskipti við stuðningsfjölskyldur og fósturforeldra.
- Þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðun á reglum í málaflokknum
- Þátttaka í þverfaglegu samstarfi við skóla, heilbrigðisstofnanir, lögreglu og aðra sem koma að málefnum barna.
Menntun
- Félagsráðgjafanám til starfsréttinda
- Önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
Hæfniskröfur
- Starfsreynsla, þekking og áhugi á barnaverndstarfi
- Réttindi til að veita PMTO foreldrafærnimeðferð er kostur sem og þekking á ESTER matskerfinu
- Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er nauðsynlegt
- Krafa er gerð um jákvæð og lausnamiðuð viðhorf, lipurð í mannlegum samskiptum og sveigjanleika gagnvart notendum þjónustunnar og samstarfsfólki
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur
Umsækjendur skulu senda inn umsóknir sínar á netfang félagsmálastjóra sara@felahun.is. Umsókninni skal fylgja greinagóð skýrsla um störf umsækjanda, menntun og reynslu sem varpað geta ljósi á færni hans til að sinna umræddu starfi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sara Lind Kristjánsdóttir í síma 863-5013 eða með því að senda tölvupóst á sara@felahun.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Óskað er eftir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.