Árni Björn er maður ársins á Norðurlandi vestra

Árni Björn Björnsson á Sauðárkróki er Maður ársins 2021 á Norðurlandi vestra að mati lesenda Feykis og Feykir.is. Árni Björn er eigandi veitingastaðarins Hard Wok Cafe á Aðalgötunni á Sauðárkróki, ásamt Ragnheiði Ástu Jóhannsdóttur konu sinni.

Líkt og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Blaðinu bárust sjö tilnefningar og gafst lesendum kostur á að velja milli þeirra. Þátttaka var góð og varð niðurstaðan sú að vertinn Árni Björn hlaut flest atkvæðin í kosningunni.

Árni Björn er eigandi veitingastaðarins Hard Wok Cafe á Aðalgötunni á Sauðárkróki, ásamt Ragnheiði Ástu Jóhannsdóttur konu sinni, en þau hafa verið dugleg að rétta fram hjálparhönd við ýmis málefni og styðja við það sem er að gerast í samfélaginu. „Til dæmis karfan, stuðningur við fjölskyldu Erlu og svo ótalmargt annað. Þau gera mjög mikið fyrir okkar samfélag og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd,“ segir í meðmælum þeirra er tilnefndu hann.

„Ég trúi því að maður laði að sér það sem maður gefur af sér,“ segir hann „… það gefur að gefa.“ Hann segist heppinn með fólkið í kringum sig hvort sem um er að ræða starfsfólk, fjölskyldu, vini eða samfélag og ekki síst góða viðskiptavini. Þessu fólki er hann þakklátur en viðtal við Árna verður birt í næsta Feyki sem kemur út nk. miðvikudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir