Árið 2021: Það er óhætt og öllum hollt að breyta til
Annar í röð þeirra sem skila inn ársuppgjöri í Feyki er Gunnar Rögnvaldsson frá Hrauni. Gunni starfar nú tímabundið sem forstöðumaður safna í Húnaþingi vestra og er til heimilis á Hvammstanga en snýr aftur í fyrra starf sem staðarhaldari á Löngumýri í mars. Hann lýsir árinu 2021 svona: „Lærdómsríkt, ófyrirséð og veðursælt.“
Gunna er margt til lista lagt, spilar og syngur og semur eins og ekkert sé og svo er hann alltaf eldhress. Hann er vog og fólk í voginni þarf á fólki, félagslífi og samvinnu að halda þannig að það meikar sens. Kappinn gengur um á skóm númer 43.
Hver er maður ársins? Á landsvísu er það Rúna Sif Rafnsdóttir sem bjargaði lífi lítils pilts með lifrargjöf á síðustu stundu. Hér fyrir norðan er það Hjalti Pálsson ritstjóri sem kláraði það mikla þrekvirki sem ritun Byggðasögunnar er.
Hver var uppgötvun ársins? Safnkostur Byggðasafnsins á Reykjum og reiðleiðirnar í Húnaþingi.
Hvað var lag ársins? Þetta rennur nú allt saman en lag allra ára er auðvitað Sultains of Swing með Dire Straits og flest öll lög sem Bragi Valdimar kemur að.
Hvað var broslegast á árinu? Lýsing Kára Stefánssonar á Óla vini mínum á Kálfsstöðum: „Sjarmerandi durgur.“
Hvers heldurðu að þú eigir eftir að sakna frá árinu 2021? Vina minna sem féllu frá.
Varp ársins? Jarðarförin mín, kannaðist við margt á þeim bæ, mannbætandi efni og það lang besta íslenska í áraraðir.
Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Hef ekki undan neinu að kvarta sjálfur en vildi gjarnan losa marga undan byrðum sínum.
Hver var helsta lexía ársins? Að það er óhætt og öllum hollt að breyta til.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.