Appelsínugul viðvörun

Veðurstofa Íslands varar við slæmu veðri í dag og á morgun en gefnar hafa verið út gul og appelsínugul viðvörun vestan og norðanlands. „Sunnan 15-25 m/s og rigning, hvassast norðan heiða, en síðan suðvestan 15-23 og él S- og V-til. Kólnandi, hiti víða 1 til 5 stig síðdegis. Suðvestan stormur eða rok og rigning eða snjókoma um tíma í kvöld,“ segir í spá dagsins.

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðurland vestra sem tekur gildi á hádegi í dag sem breytist í appelsínugula viðvörun síðdegis og stendur yfir í sólarhring þegar stormur eða rok mun geisa. Sunnan 18-25 og rigning með köflum í nótt, hiti 5 til 12 stig, suðvestan 15-23 á morgun og kólnar með éljum, en 20-28 og snjókoma eða slydda annað kvöld.

Björgunarfélagið Blanda hvetjur fólk til að fylgjast vel með veðurspám og vera ekki á ferðinni að óþörfu þar sem útlit er fyrir ekkert ferðaveður í kvöld, nótt og morgun.
Förum varlega!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir