Appelsínugul veðurviðvörun á morgun
Veðurstofan spáir versnandi veðri á norðanverðu landinu á morgun allt frá Vestfjörðum að Austurlandi að Glettingi og hefur virkjað bæði gula og appelsínugula viðvörun fyrir svæðið. Búist er við norðan og síðar vestan hríð á Norðurlandi vestra og bálhvössu veðri.
Í athugasemd veðurfræðings kemur fram að hríðarveður verði á Vestfjörðum fram á kvöld og eru vegfarendur hvattir til að fylgjast með veðri og spám.
Hvellurinn sem skellur á Norðurland vestra hefst snemma í fyrramálið og nær hámarki um hádegið en spáð er norðvestan hríð norðan- og vestantil á morgun, stórhríð á Ströndum og Vestfjörðum og stormi eða roki við Breiðafjörð. Vindhraði verður á bilinu 18-25 m/s og talsverð snjókoma eða slydda með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.