Ábyrgð á innheimtu meðlaga verði á Blönduósi
Áformað er að flytja starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga til ríkisins. Meginmarkmiðið er að einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga en hlutverk stofnunarinnar er að innheimta meðlög. Húnahornið segir frá því í frétt að tillögur þessa efnis hafi verið kynntar í greinargerð verkefnisstjórnar, sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skipaði, á grundvelli viljayfirlýsingar ríkis og sveitarfélaga frá janúar 2021, til að skoða fýsileika á tilfærslu verkefna við innheimtu meðlaga frá sveitarfélögum til ríkisins. Megintillaga verkefnisstjórnarinnar er að færa ábyrgð á innheimtu meðlaga frá sveitarfélögunum til ríkisins.
Verkefnastjórnin leggur til að horft verði til þess að innheimtumiðstöðin á Blönduósi, sem starfrækt er af Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, taki við verkefninu og að sú útfærsla verði unnin í samvinnu við dómsmálaráðuneytið.
Verkefnisstjórnin telur mikilvægt að tryggja áfram starfsemi stofnunarinnar á Ísafirði og á höfuðborgarsvæðinu og að staðinn verði vörður um starfsöryggi og réttindi starfsfólks við yfirfærslu verkefnisins til ríkisins.
Heimild: Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.