115 umsóknir um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.11.2021
kl. 11.46
Á heimasíðu SSNV segir frá því að frestur til að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2022 rann út fyrir réttri viku, föstudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Þátttaka var góð og bárust alls 115 umsóknir í sjóðinn þar sem óskað var eftir 198 milljónum króna en til úthlutunar úr sjoðnum eru rúmar 70 milljónir króna.
- Umsóknir um stofn- og rekstrarstyrki stofnana á sviði menningarmála voru 14 og alls sótt um 40 milljónir króna.
- Umsóknir um verkefnastyrki á sviði menningar voru 57 og alls sótt um 66,6 milljónir króna.
- Umsóknir um verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar voru 44 og alls sótt um 91,8 milljón króna.
„Nú fer í hönd yfirferð umsókna hjá úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðs. Stefnt er að því að svör berist umsækjendum fyrir jól,“ segir í fréttinni og bætt er við að ljóst sé að enginn hörgull er á hugmyndaríku og framtakssömu fólki á svæðinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.