Staða slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Húnaþings vestra auglýst
Húnaþing vestra leitar á ný að drifandi leiðtoga í starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra en nú er nánast slétt ár síðan Valur Freyr Halldórsson var ráðinn til eins árs í starfið. Hann hafði áður starfað hjá Slökkviliði Akureyrar í 21 ár.
Í auglýsingu á heimasíðu Húnaþings vestra kemur fram að á meðal verkefna slökkviliðsstjóra eru daglegur rekstur slökkviliðs, fræðsla og þjálfun slökkviliðsmanna, dagleg umhirða og minniháttar viðhald búnaðar, ásamt úttektum og eldvarnareftirliti á starfsvæði Brunavarna Húnaþings vestra og öðru því sem til fellur innan starfssviðs samkvæmt lögum og reglugerðum sem við eiga.
Slökkviliðsstjóri er æðsti yfirmaður slökkviliðsins og heyrir beint undir sveitarstjóra. Slökkvistöð Brunavarna Húnaþings vestra er staðsett á Hvammstanga. Slökkviliðsstjóri hefur jafnframt starfsstöð í Ráðhúsi Húnaþings vestra.
Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2024. Umsóknir um starfið skulu sendar á sveitarstjóra, Unni Valborgu Hilmarsdóttur, á netfangið unnur@hunathing.is og veitir hún jafnframt nánari upplýsingar um starfið. Einnig er hægt að skoða nánar á heimasíðu sveitarfélagins >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.