Ný rannsókn á byggðabrag kynnt
Á heimasíðu Húnaþings vestra er sagt frá því að út sé komin skýrslan Byggða-bragur: Félagssálfræðileg rannsókn á þremur íslenskum sveitarfélögum sem unnin er af Bjarka Þór Grönfeldt og Vífli Karlssyni. Skýrslan er byggð á rannsókn sem unnin var við Háskólann á Bifröst með styrk úr Byggðarannsóknar-sjóði og Rannsóknarsjóði Háskólans á Bifröst.
„Í rannsókninni er gerð tilraun til að beita aðferðarfræði félagssálfræðinnar á byggðamál á Íslandi. Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að byggðabragur geti verið gjörólíkur á milli sveitarfélaga þrátt fyrir svipaða samfélagsgerð. Hefur Húnaþing vestra komið betur út úr íbúakönnunum en nágranna-sveitarfélögin Húnabyggð og Dalabyggð. Greindi Vífill Karlsson þá niðurstöðu sér-staklega með tilliti til munar á Dalabyggð og Húnaþingi vestra í aðskildri rannsókn.
Í rannsókn þeirri sem ný-útgefin skýrsla fjallar um kemur í ljós að marktækur munur greindist á fjölmörgum mælikvörðum en mesta mun-inn má greina í þáttum eins og félagslegri samheldni, trú á getu samfélagsins til að takast á við áskoranir og hversu vel íbúar gátu uppfyllt þarfir sínar í sveitarfélaginu.“
Heimild: Húnaþing.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.