Íbúafundur á Borðeyri

Skólahúsnæðið á Borðeyri. MYND AF SÍÐU HÚNAÞIINGS VESTRA
Skólahúsnæðið á Borðeyri. MYND AF SÍÐU HÚNAÞIINGS VESTRA

Sagt er frá því á heimasíðu Húnaþings vestra að á dögunum skilaði starfshópur um eignir, jarðir og lendur í eigu Húnaþings vestra af sér tillögum. Þar kom fram að meðal annars lagði hópurinn til að skólahúsnæðið á Borðeyri yrði boðið til sölu eða leigu með eflingu búsetu og atvinnu á svæðinu í huga.

Til að ræða þessa tillögu er boðað til íbúafundar á Borðeyri þar sem farið verður yfir möguleika og kallað eftir hugmyndum heimamanna um hugsanlega ráðstöfun hússins.

Fundurin verður haldinn í skólahúsinu á Borðeyri þann 9. janúar kl. 20. Á dagskrá fundarins verður kynning á hugmyndum starfshópsins og umræður í kjölfarið. Öllum er velkomið að mæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir