Húnaþing vestra í 25 ár

Núverandi sveitarstjórn ásamt starfsmönnum á hátíðarfundinum: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri, Friðrik Már Sigurðsson, Magnús Magnússon, Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Elín Lilja Gunnarsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Magnús Vignir Eðvaldsson og Þorgrímur Guðni Björnsson. Mynd: Hunathing.is
Núverandi sveitarstjórn ásamt starfsmönnum á hátíðarfundinum: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri, Friðrik Már Sigurðsson, Magnús Magnússon, Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Elín Lilja Gunnarsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Magnús Vignir Eðvaldsson og Þorgrímur Guðni Björnsson. Mynd: Hunathing.is

Þann 10. júní sl. voru liðin 25 ár frá stofnun Húnaþings vestra. Í tilefni af því fór fram sérstakur hátíðarfundur sveitarstjórnar í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 8. júlí.

Fyrrum sveitarstjórnarfulltrúar og sveitarstjórar voru sérstaklega boðnir til fundar og þeim afhent gullmerki fyrir framlag sitt til sveitarfélagsins. Elín R. Líndal fékk sérstök verðlaun fyrir lengstu setu í sveitarstjórn Húnaþings vestra en hún var fyrsti oddviti sveitarfélagsins og sat samfellt í fimm kjörtímabil, frá 1998 til 2018.

Í frétt um hátíðarfundinn á heimasíðu Húnaþings vestra  er íbúum sveitarfélagsins einnig færðar sérstakar þakkir.

„Sveitarfélag er ekkert ef engir eru íbúarnir. Það er því full ástæða til að þakka þeim sömuleiðis fyrir þeirra framlag. Nýverið var haldinn fundur í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem kynnt var á góðri útkomu Húnaþings vestra í íbúakönnunum samanborið við nágrannasveitarfélögin. Munurinn er slíkur að hann þykir rannsóknarefni. Ekkert eitt skýrir að mati rannsakenda þá niðurstöður en ljóst að hér býr fólk sem lætur sig samfélagið varða og er tilbúið til að leggja ýmislegt á sig í þágu þess. Mjög líklega leikur sameining sveitarfélaganna árið 1998 hlutverk í þessari jákvæðu niðurstöðu. Það þurfti kjark og þor þeirra sem stóðu í stefni þegar sameiningin fór fram. Við búum klárlega að þeirra framsýni.“

Á fundinum var flutt tónlistaratriði af þeim Valdimari Gunnlaussyni og systrunum Örnu Ísabellu og Steinunni Daníelu Jóhannesdætrum. Kvenfélagsonur buðu síðan upp á kaffi veitingar að fundi loknum.

 




Fimm fulltrúar úr fyrstu sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags voru viðstaddir hátíðarfundinn. Frá vinstri: Gunnar Sveinsson, Guðmundur Haukur Sigurðsson, Elín R. Líndal, Ólafur B. Óskarsson og Þorvaldur Böðvarsson. Á myndina vantar Ágúst Frímann Jakobsson og Þorstein Helgason. Mynd: Hunathing.is

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir