Æfingar hefjast hjá Skagfirska kammerkórnum.
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.09.2024
kl. 14.50
Miðvikudaginn 11.september hóf Skagfirski kammerkórinn æfingar á ný eftir sumarfrí og heldur inn í sitt tuttugasta og fimmta starfsár.
Kórinn hefur árlega haldið jólatónleika og vortónleika auk þess að standa fyrir dagskrá á Degi íslenskrar tungu ásamt 7.bekk Varmahlíðarskóla. Engin breyting verður komandi vetur og eins og alltaf fer nú spennandi starfsár af stað. Jólatónleikar verða tvennir, vortónleikar í Héðinsminni og í ár verður Dagur íslenskrar tungu helgaður sálmaskáldinu okkar góða Hallgrími Péturssyni.
Nýr stjórnandi tekur við tónsprotanum í vetur, Rannvá Olsen sem stjórnaði kórnum síðasta starfsár hefur látið af störfum en í hennar stað kemur Elena Zharinova píanókennari við Tónlistarskóla Skagafjarðar og hlökkum við mikið til að starfa með henni segir Kristján F. Valgarðsson formaður kórsins. Kristján bendir jafnfram á að kórinn sé vel mannaður en vilja þó gjarnan bæta við sig tenórum og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við formanninn eða senda póst á krival305@gmail.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.