Yndisleg samverustund á Heilsudögum í Húnabyggð
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum í Húnabyggð að sl. viku hafa Heilsudagar í Húnabyggð farið fram. Skipuleggjendur settu saman flotta dagskrá í tilefni af Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Í gærmorgun var t.d. yndisleg samvera hjá eldri borgurum, starfsfólki og börnum í Leikskóla Húnabyggðar þar sem gengin var hringur á íþróttavellinum og svo var boðið upp á ávaxtastund á eftir. Þessi samveruhreyfing vakti mikla lukku bæði hjá ungum sem öldnum sem tóku þátt.
Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Húnabyggð hvatti íbúa sína áfram til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í þeim viðburðum sem boðið var upp á.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.