Viltu vinna miða á heiðurstónleika Helenu Eyjólfs?

Tónleikar til heiðurs einnar ástsælustu söngkonu þjóðarinnar, Helenu Eyjólfsdóttur, verða haldnir föstudaginn 21. október í Hofi á Akureyri og laugardaginn 29. október í Salnum Kópavogi. Heppnir lesendur Feykis geta unnið miða.

Eins og Feykir greindi frá fyrir skömmu ætlar Króksarinn brottflutti, Hulda Jónasar, að halda tvenna tónleika til heiðurs Helenu Eyjólfs sem staðið hefur á sviðinu áratugum saman og eignað sér stað í hjarta sérhvers Íslendings með ógleymanlegum dægurlagaperlum.

„Á tónleikunum ætlum við að rekja feril Helenu bæði í tali og tónum, rifja upp fallegu dægurlagaperlurnar og sögurnar á bak við þær. Valgerður Erlings og Helena sjálf verða á sviðinu allan tímann og spjalla á milli laga um ferilinn og sögurnar á bak við lögin. Hver man ekki eftir lögum eins og Manstu ekki vinur, María Ísabel, Ég tek hundinn, Vaggi þér aldan, Hoppsa bomm, Hvítu mávar og fleiri og fleiri,“ sagði Hulda í viðtali við Feyki fyrir skömmu.

Helena varð 80 ára á þessu ári og fannst Huldu tilvalið að skella í eina heiðurstónleika fyrir þessa dásamlegu söngkonu sem glatt hefur landsmenn með söng sínum í nærri 70 ár.

Feykir og Gná tónleikar skelltu í smá leik í tilefni þessa viðburðar en það gleymdist að setja tímamörk þegar viðtalið birtist og verður nú bætt úr því.

Tíu miðar eru í boði  Gná tónleikar fyrir heppna lesendur Feykis og það eina sem þarf að gera er að senda póst á feykir@feykir.is eða bréfleiðis á Feykir Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Muna að setja nafn og heimilisfang sendanda og munu fimm heppin fá tvo miða hvert.

Pósturinn þarf að berast fyrir miðnætti næsta sunnudagskvöld 16. október.

Tengd frétt: Tónleikar til heiðurs Helenu Eyjólfs í Hofi og Salnum Kópavogi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir