Vegfarendur um Siglufjarðarveg athugið!
Vegagerðin beinir þeim tilmælum til vegfarenda að vera ekki á ferðinni um Siglufjarðarveg milli Siglufjarðar og Fljóta aðfararnótt föstudags 23. ágúst og frameftir degi vegna mikillar úrkomu og hættu á grjóthruni og skriðuföllum.
Bent er á hjáleiðir um Lágheiði og Öxnadalsheiði meðan þessi viðvörun er í gildi.
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra frá klukkan þrjú í nótt og til miðnættis aðfaranótt laugardags. Á vef Veðurstofunnar segir að spáð sé talsverðri eða mikilli rigningu, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Vatnsborð í ám og lækjum mun vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni, ferðamenn ættu að forðast brattar fjallshlíðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.