Veðurspáin full af gráma næstu dagana

Svona er spáin fyrir sunnudaginn en þá er gert ráð fyrir snjókomu á Öxnadalsheiði um hádegi. SKJÁSKOT AF VEÐUR.IS
Svona er spáin fyrir sunnudaginn en þá er gert ráð fyrir snjókomu á Öxnadalsheiði um hádegi. SKJÁSKOT AF VEÐUR.IS

Ekki er útlit fyrir að Veðurstofan splæsi á okkur Norðvestlendinga fallegu sumarveðri næstu daga. Það kólnar nokkuð og reikna má með vætutíð en við getum þó huggað okkur við að vindur verður í rólegri kantinum. Miðað við spár þá gæti sést til sólar upp úr miðri viku og þá gæti hitinn farið yfir tíu stig en það verður sennilega skammgóður vermir.

Hiti á láglendi verður mest á bilinu 5-8 gráður og á sunnudagsmorguninn er reiknað með slyddu á Öxnadalsheiði, jafnvel snjókomu, og þar gæti hita slegið í frostmark stund og stund næstu dagana og þá einkum snemma að morgni eða að næturlagi. Það má því reikna með að það snjói í fjöll á sunnudag.

Það er því útlit fyrir að þeir sem vilja eltast við sólskinið verði að halda sig suðvestan- eða sunnanlands næstu daga. Þeir sem vilja taka þátt í nettu úrvali menningarviðburða á Norðurlandi vestra verða að herða sig upp, leita uppi lopapeysur og föðurland áður en farið er út í svalasta og ferskasta loftið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir