„Veðurfarið hérna í maí til október eru lífsgæði sem létta lundina töluvert“
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
06.10.2024
kl. 12.28
Fjölskyldan í sænsku sumri. „Afmælisfjölskyldumynd þar sem ég er í sænska einkennisbúningnum, bleik peysa bundin yfir axlirnar. Eina myndin sem er til þar sem meirihluti Brandsstelpnana horfa í myndavélina,“ segir Björn Ingi. MYNDIR AÐSENDAR
„Ég stúderaði lögfræði við Háskóla Íslands og Árósa-háskóla fyrir furðulega mörgum árum síðan miðað við hvað ég hélt að ég væri gamall. Svo lauk ég núna nýverið afar áhugaverðu námi í alþjóðarétti með áherslu á mannréttindi við Háskólann í Stokkhólmi. Ég starfa í fjarvinnu frá Íslandi við ýmis lögfræði-verkefni og tek einnig að mér að gagnrýna íslenskar glæpasögur í hjáverkum,“ segir Björn Ingi Óskarsson þegar Feykir finnur hann í fleti í ríki Gústafs konungs Svía nú síðsumars.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.