Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025.

  • Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir
  • Verkefnastyrkir á menningarsviði
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði

Á heimasíðu SSNV kemur fram að uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra aulýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 22025 og á síðunni er að finna úthlutunarreglur, matsblað og ýmsar leiðbeiningar við gerð umsókna. Góð umsókn eykur möguleika umsækjenda á að fá styrk úr sjóðum svo mikilvægt er að vanda vel til verka og byrja frekar fyrr en seinna að vinna umsóknina. Starfsmenn SSNV eru ætíð reiðubúnir til aðstoðar og hægt er að finna upplýsingar um ráðgjafa hér.

Starfsmenn SSNV verða með viðveru á öllum starfsstöðvum næstu vikunar, þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.

Við hvetjum öll þau sem sitja á hugmyndum að athuga möguleikann á styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.

Viðvera er birt með fyrirvara um breytingar.

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir sveinbjorg@ssnv.is:

24. september þriðjudagur - Blönduós

1. október þriðjudagur - Skagaströnd

17. október fimmtudagur - Skagaströnd

29. október þriðjudagur - Blönduós

 

Guðlaugur Skúlason gudlaugur @ssnv.is:

7. október mánudagur -Blönduós

9. október miðvikudagur - Skagaströnd

28. október mánudagur - Skagaströnd

 

Magnús Barðdal magnusb@ssnv.is:

9. október miðvikudagur - Skagaströnd

16. október miðvikudagur - Blönduós

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir