Tóti túrbó heldur heim í Vesturbæinn

Þórir í KR-búningnum. MYND: KR
Þórir í KR-búningnum. MYND: KR

Körfuknatt­leiksmaður­inn Þórir Guðmund­ur Þor­bjarn­ar­son er geng­inn til liðs við upp­eld­is­fé­lagið KR á nýj­an lek en eins og flestir ættu að vita þá lek hann með liði Tindastóls síðasta vetur. Þórir skrif­ar und­ir tveggja ára samn­ing við KR.

Í frétt á mbl.is segir að Þórir hafi leikið sinn fyrsta meist­ara­flokks­leik með KR aðeins 16 ára gam­all en hann varð þris­var sinn­um Íslands­meist­ari og tvisvar sinn­um bikar­meist­ari með liðinu.

Rétt eins og hjá liði Tindastóls var veturinn hjá Þóri rússíbanareið. Hann fór mikinn í lemstuðu liði Stólanna framan af móti og var einfaldlega besti leikmaður Subway-deildarinnar fyrir jól. Síðan þegar allir reiknuðu með að sól færi að rísa hjá liðinu eftir áramótin, þegar leikmenn skiluðu sér til baka eftir meiðsli, þá kviknaði sjaldan neistinn í liðinu og því fór sem fór.

Ekki er að efa að Tindastólsmenn senda Þóri góðar kveðjur þó þeim þyki nú sennilega vænna um hann í rústrauðu treyjunni en þeirri röndóttu sem hann ætlar að notast við í vetur. Takk fyrir komuna Tóti túrbó!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir