Árlegir jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins

Skagfirski kammerkórinn.
Skagfirski kammerkórinn.

Skagfirski kammerkórinn býður til jólatónleika í Hóladómkirkju sunnudagskvöldið 15.desember kl.20:00 og Blönduóskirkju þriðjudaginn 17.desember einnig klukkan 20:00. Kammerkórinn heldur árlega jólatónleika.

Þekkt og fjölbreytt jólatónlist frá ýmsum löndum, létt, hàtíðleg, gömul og ný verða á dagskránni. Nýr stjórnandi kórsins er Elena Zharinova og undirleikari Rögnvaldur Valbergsson. Helga Rós Indriðadóttir sópran syngur einsöng og Kristín Halla Bergsdóttir leikur á fiðlu ásamt því að stjórna barnakór. 

Sr.Gísli Gunnarsson  vígslubiskup flytur hugvekju á tónleikunum í Hólakirkju.

Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en tekið er við frjálsum framlögum í Blönduóskirkju sem rennur í orgelsjóð kirkjunnar og frjáls framlög í Hóladómkirkju renna til líknarmála. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir