Samgöngusafnið í Stóragerði 20 ára og þér er boðið í afmæli á morgun

Þann 26. júní náði Samgöngusafnið í Stóragerði Skagafirði merkum áfanga en þá voru liðin 20 ár síðan safnið var formlega opnað. Það var gert af Ársæli Guðmundssyni þáverandi sveitarstjóra Skagafjarðar. Þegar safnið opnaði fyrst var salurinn aðeins 600 fm með lítilli gestamóttöku en á þessum 20 árum hefur mjög margt breyst. Bæði sýningarsalurinn og gestamótttakan hafa stækkað umtalsvert ásamt því að sýningargripunum hefur fjölgað mikið. Það eru nefnilega alltaf að koma ,,nýjar vörur" eins og þeir bræður, Jónas Kr. Gunnarsson og Brynjar Morgan Gunnarsson segja oft á Facebook-síðunni hjá safninu.

En þessum 20 árum ber að fagna og í tilefni að því verður frítt inn á safnið á morgun, laugardaginn 20. júlí, milli kl. 11-17. Boðið verður upp á pylsur, drykki og ís og hoppukastalar verða á svæðinu fyrir yngstu kynslóðina. Þá verður hægt að taka rúnt á gömlum bílum og ýmislegt annað skemmtilegt verður í boði. 

Nú er bara að taka rúnt í Stóragerði á morgun og hafa gaman saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir