Reynir Bjarkan og félagar í U20 unnu fyrsta leikinn

Reynir Bjarkan. Mynd: Davíð Már
Reynir Bjarkan. Mynd: Davíð Már

Reynir Bjarkan Róbertsson og félagar í undir 20 ára lið karla í körfubolta lagði Eistland í gær í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 72-84. Leikurinn var sá fyrsti af fjórum á mótinu, en í dag kl. 17:15 leika þeir gegn heimamönnum í Svíþjóð.

Atkvæðamestur fyrir Íslands hönd í leiknum var Skagfirðingurinn Almar Orri Atlason (sonur Atla Sveins og Imbu og Jennýjar Leifs og Freyju) með 34 stig, 5 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Þá var Leó Curtis með 14 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar. Reynir Bjarkan fékk fjórar mínútur og sex sekúndur á vellinum í gær en vonandi fær hann meiri leiktíma í leiknum á eftir til að sýna hvað í sér býr. 

Dagskrá U20 karla á NM : (ísl. tímar)

26. júní kl.15:00 ÍSLAND-Eistland - 84 - 72
27. júní kl.17:15 Svíþjóð-ÍSLAND
29. júní kl.14:00 Danmörk-ÍSLAND
30,júní kl.11:15 ÍSLAND-Finnland

Áfram Reynir, Almar og Ísland:)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir