Rabb-a-babb 228: María Sigrún

María Sigrún fréttamaður á RÚV. MYND AÐSEND
María Sigrún fréttamaður á RÚV. MYND AÐSEND

Að þessu sinni er það María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á RÚV, sem svarar Rabbinu. „Foreldrar mínir eru Hilmar Þór Björnsson, ættaður úr Svefneyjum, og Svanhildur Sigurðardóttir [Sigurðar varðstjóra í Varmahlíð] úr Skagafirði. Ég var alin upp í Vesturbæ Reykjavíkur,“ segir María Sigrún sem er móðir þriggja barna, stúdent frá MR, BA í hagfræði frá Háskóla Íslands og með MA í fréttamennsku frá Háskóla Íslands.

María Sigrún er fædd árið 1979 en í fréttum var þá helst að Sovétríkin réðust inn í Afganistan, Sony setti fyrsta Walkman-inn (vasadiskó fyrir kassettur) á markað, Carter og Brezhnev undirrituðu SALT II sáttmálann í Vínarborg sem átti að draga úr kjarnorkuvopna-kapphlaupinu og íranskir námsmenn réðust inn í bandaríska sendiráðið í Teheran og tóku fjölda gísla og héldu þeim í 444 daga. Þann 29. janúar þetta ár hóf 16 ára stúlka, Brenda Ann Spencer, skothríð í grunnskóla í San Diego með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn létust og nokkrir nemendur særðust. Ástæðan sem hún gaf fyrir verknaðinum var að henni líkaði ekki við mánudaga! Sem varð til þess að írska hljómsveitin The Boom-town Rats, með Bob Geldof í fremstu víglínu, gerði lagið I Don't Like Mondays sem varð sjötta vinsælasta lagið á Bretlandi sama ár.

Nokkur heitustu lögin árið 1979 samkvæmt Billboard voru My Sharona með The Knack, Bad Girls með Donnu Summer, YMCA með Village People, Do Ya Think I'm Sexy? með Rod Stewart og Le Freak með Chic. Já, María Sigrún er fædd á blómatíma diskósins.

Hvað er í deiglunni? Sumarfrí með mínum nánustu.

Hvernig nemandi varstu? Fyrirmyndarnemandi.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Vinkona mín byrjaði á blæðingum í athöfninni.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fornleifafræðingur.

Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Bangsinn minn.

Hvert er uppáhalds leikfangið þitt í dag? Árabrettið mitt.

Besti ilmurinn? Jasmin.

Hvar og hvenær sástu nú-verandi maka þinn fyrst? Í boði hjá sameiginlegum vinum.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Snoop Dog og Dr. Dre.

Hvernig slakarðu á? Í heitu baði.

Hvaða seríu varstu síðast að hámhorfa (eða mælir með)? Svarti Svanurinn.

Hvað bíómynd var í mestu uppáhaldi þegar þú varst unglingur? Reality Bites.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Börnunum mínum.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Flest allt. Bý ein með þremur börnum.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ég er ástríðu-kokkur og geri marga góða rétti. Get ekki valið einn.

Hættulegasta helgarnammið? Þristur.

Hvernig er eggið best? Lin-soðið.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óþreyjan.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Tvöfeldni.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Hver er sinnar gæfu smiður.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég man eftir mér í barnavagni.

Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Pútín og stöðva stríðið.

Hver er uppáhalds bókin þín? Veröld sem var eftir Stefan Zweig.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? „Nei, nú hringi ég í Jens!”

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Á síðustu daga Rómaveldis til að upplifa.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Úff, veit ekki… Aldrei lognmolla.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu? Marrakech.

Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Koma börnunum mínum til manns, gera launfyndna og satíríska sjónvarpsseríu um íslensku konuna og fara í heimsreisu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir