Ólafur Adolfsson skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins

Hluti þeirra sem skipa framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ólafur Adolfsson oddviti lengst til vinstri. MYND AF XD.IS
Hluti þeirra sem skipa framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ólafur Adolfsson oddviti lengst til vinstri. MYND AF XD.IS

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fkom saman í Borgarnesi í dag og var framboðslisti flokksins samþykktur einróma segir í frétt á vefsíðu flokksins. Ljóst var að breytingar yrðu á oddvitasæti flokksins þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ákvað að færa sig í Kragann. Ólafur Adolfsson og Teitur Björn Einarsson höfðu báðir sóst eftir efsta sæti listans en Teitur Björn ákvað í morgun að sækjast eftir öðru sæti listans. Ólafur var því sjálfkjörinn í efsta sætið.

Það var hins vegar Borgnesingurinn Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri í Dalabyggð, sem varð hlutskarpastur í baráttunni um annað sæti og fór svo að Teitur Björn tók ekki sæti á listanum. Efstu fjögur sætin á listanum byggðusst á röðun sem fram fór fyrr í dag og sæti 5-14 á tillögu kjörnefndar.

Annars er list Sjálfstæðisflokksin á þessa leið:

  1. Ólafur Adolfsson lyfsali Akranesi
  2. Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalir/Borgarnesi
  3. Auður Kjartansdóttir fjármálastjóri Snæfellsnesi
  4. Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Vestfjörðum
  5. Kristófer Már Maronsson starfsmaður þingflokks Sauðárkróki
  6. Ragnhildur Eva Jónsdóttir lögfræðingur/sauðfjárbóndi Borgarfirði
  7. Magnús Magnússon sóknarprestur V-Hún
  8. Sigurbjörg Ottesen Kúabóndi/stjórnarmaður BÍ Snæfellsnesi
  9. Ragnheiður Helgadóttir hjúkrunarfræðingur Akranesi
  10. Þórður Logi Hauksson nemi Vestfirði/Borgarfirði/Skagafirði
  11. Snæbjört Pálsdóttir sérfræðingur hjá VÍS/laganemi Skagafirði
  12. Guðmundur Haukur Jakobsson pípulagningameistari A-Hún
  13. Helgi Rafn Bergþórsson nemi Akranesi
  14. Sigríður Finsen hagfræðingur Snæfellsnesi

Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir að listinn er aðeins skipaður 14 manns en þingmönnum kjördæmisins fækkar um einn frá því síðast, verða sjö en voru átta áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir