Landsliðskona Níkaragva til liðs við Tindastól í Bestu deildinni
Erica Alicia Cunningham fékk á mánudaginn leikheimild með liði Tindastóls í Bestu deild kvenna og mun spila með liðinu út tímabilið. Cunningham er varnarmaður, 31 árs og fædd í San Francisco í Bandaríkjunum. Það vekur að sjálfsögðu athygli að félagaskiptaglugginn lokaði fyrir 13 dögum og síðast á sunnudagskvöld tjáði Donni þjálfari Feyki að Tindastóll næði ekki að bæta við hópinn hjá sér.
Vitað var að leikmaðurinn var kominn á Krókinn en illa gekk að ganga frá félagaskiptum og svo virðist sem menn hafi verið orðnir úrkula vonar. En skiptin gengu í gegn að lokum. „Erica er varnarmaður sem kom óvænt upp í hendurnar á okkur frá Sádi-Arabíu. Þetta festist aðeins í kerfinu og við höfum verið að bíða eftir FIFA," hefur Fórbolti.net eftir Donna.
Erica hóf atvinnumannaferilinn í Sviss, lék síðan með Norrköping og var svo á mála hjá Blacbkurn í Englandi áður en hún hélt til Sádi-Arabíu í fyrra þar sem hún lék með Eastern Flames FC. Í sumar spilaði hún sinn fyrsta landsleik fyrir Níkaragva.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.