Kerfisbilun hjá Landsbankanum

Á Facebook-síðu Landsbankans segir að vegna kerfisbilunar sé truflun á ýmsum þjónustuþáttum bankans. Bilunin virðist tengjast þeim vandamálum sem upp hafa komið hjá Microsoft og fleiri fyrirtækjum víða um heim. Eins og stendur er hvorki hægt að skrá sig inn í appið né netbankann. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Landsbankanum á Facebook-síðunni þeirra.
 
Á mbl.is segir að kerfisbilun hjá Microsoft sé að valda mörgum fyrirtækjum þar á meðal flugvöllum um allan heim örðuleikum en or­sök­in er enn óljós en tækn­iris­inn Microsoft hyggst grípa til „mild­un­araðgerða“. Tækn­iris­inn seg­ir að örðug­leik­arn­ir hafi gert vart við sig um kl. kl. 22 í gær. Fyr­ir­tækið seg­ist rann­saka vanda­mál sem tengj­ast skýþjón­ustu sinni í Banda­ríkj­un­um og vanda­mál sem hef­ur áhrif á nokk­ur smá­for­rit Microsoft og aðrar þjón­ust­ur þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir