Kerfisbilun hjá Landsbankanum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.07.2024
kl. 09.23
Á Facebook-síðu Landsbankans segir að vegna kerfisbilunar sé truflun á ýmsum þjónustuþáttum bankans. Bilunin virðist tengjast þeim vandamálum sem upp hafa komið hjá Microsoft og fleiri fyrirtækjum víða um heim. Eins og stendur er hvorki hægt að skrá sig inn í appið né netbankann. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Landsbankanum á Facebook-síðunni þeirra.
Á mbl.is segir að kerfisbilun hjá Microsoft sé að valda mörgum fyrirtækjum þar á meðal flugvöllum um allan heim örðuleikum en orsökin er enn óljós en tæknirisinn Microsoft hyggst grípa til „mildunaraðgerða“. Tæknirisinn segir að örðugleikarnir hafi gert vart við sig um kl. kl. 22 í gær. Fyrirtækið segist rannsaka vandamál sem tengjast skýþjónustu sinni í Bandaríkjunum og vandamál sem hefur áhrif á nokkur smáforrit Microsoft og aðrar þjónustur þeirra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.