Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska

Séð yfir nýja miðbæinn á Sauðárkróki og hluta athafnasvæðis KS. MYND: JAP / HINIR SÖMU
Séð yfir nýja miðbæinn á Sauðárkróki og hluta athafnasvæðis KS. MYND: JAP / HINIR SÖMU

Mbl.is segir frá því að hlut­haf­ar í Kjarna­fæði Norðlenska hf. hafi samþykkt til­boð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100% hluta­fjár í Kjarna­fæði Norðlenska hf. en þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kjarna­fæði Norðlenska hf. Fram kemur að hlut­haf­ar Búsæld­ar ehf., fé­lags bænda sem er eig­andi rúm­lega 43% hluta­fjár, munu ákveða hver fyr­ir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunn­laugs­son og Hreinn Gunn­laugs­son, sem hvor um sig eiga rúm­lega 28% hluta­fjár, munu selja allt sitt hluta­fé.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að meg­in­mark­mið viðskipt­anna sé að auka hag­kvæmni, lækka kostnað við slátrun og úr­vinnslu kjötaf­urða og auka þannig skil­virkni og sam­keppn­is­hæfni inn­lendr­ar matvælafram­leiðslu bænd­um og neyt­end­um til hags­bóta. Viðskipt­in eru mögu­leg vegna nýrra laga sem heim­ila fram­leiðenda­fé­lög­um að sam­ein­ast og hafa með sér verka­skipt­ingu.

Sjá nánar í frétt mbl.is >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir