Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska
Mbl.is segir frá því að hluthafar í Kjarnafæði Norðlenska hf. hafi samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100% hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kjarnafæði Norðlenska hf. Fram kemur að hluthafar Búsældar ehf., félags bænda sem er eigandi rúmlega 43% hlutafjár, munu ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunnlaugsson og Hreinn Gunnlaugsson, sem hvor um sig eiga rúmlega 28% hlutafjár, munu selja allt sitt hlutafé.
Í tilkynningunni segir að meginmarkmið viðskiptanna sé að auka hagkvæmni, lækka kostnað við slátrun og úrvinnslu kjötafurða og auka þannig skilvirkni og samkeppnishæfni innlendrar matvælaframleiðslu bændum og neytendum til hagsbóta. Viðskiptin eru möguleg vegna nýrra laga sem heimila framleiðendafélögum að sameinast og hafa með sér verkaskiptingu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.