Ingibjörg í fyrsta og Gunnar Bragi öðru hjá Miðflokknum

Ingbjörg Davíðsdóttir. er oddviti Miðflokksins. AÐSEND MYND
Ingbjörg Davíðsdóttir. er oddviti Miðflokksins. AÐSEND MYND

Uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi lagði til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar en listi flokksins var kynntur til sögunnar í gær. Ingibjörg kemur þar með í stað Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem skipaði fyrsta sæti í kjördæminu áður en færir sig nú yfir í annað kjördæmi.

Vísir.is segir frá því að kjördæmisfélag Miðflokksins hafi samþykkti framboðslista uppstillinganefndar flokksins á félagsfundi sem fór fram á Zoom í gærkvöldi.

Það vekur óneitanlega athygli að Króksarinn Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dregur fram þingskóna á ný og skipar annað sæti listans. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins frá 2017 til 2021, skipar þriðja sæti.

Listann í heild sinni má sjá hér að neðan:

  1. Ingibjörg Davíðsdóttir, stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og sendiherra
  2. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi ráðherra
  3. Sigurður Páll Jónsson, fyrrverandi þingmaður
  4. Hákon Hermannsson, Ísafirði
  5. Högni Elfar Gylfason, Skagafirði
  6. Finney Aníta Thelmudóttir, Akranesi
  7. Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, Skagaströnd
  8. Friðþjófur Orri Jóhannsson, Hellissandi
  9. Erla Rut Kristínardóttir, Akranesi
  10. Hafþór Torfason, Drangsnesi
  11. Ásgeir Sævar Víglundsson, Dalasýslu
  12. Jökull Fannar Björnsson, Borgarbyggð
  13. Óskar Torfason, Drangsnesi
  14. Óli Jón Gunnarsson, Akranesi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir