Gul viðvörun frá miðnætti og fram á miðjan dag

Gul veðurviðvörun í kortunum. SKJÁSKOT
Gul veðurviðvörun í kortunum. SKJÁSKOT

Það er alltaf tími fyrir pínu leiðindaveður. Nú á miðnætti skellir Veðurstofan á okkur gulri veðurviðvörun hér á Norðurlandi vestra og stendur sú viðvörun fram til kl. 15 á morgun. Spáð er norðvestan 8-15 m/s og rigningu, talsverðri eða jafnvel mikilli úrkomu á vestanverðum Tröllaskaga.

Einnig, er búist við auknu afrennsli og hækkandi vatnsborði í ám og lækjum, sem geta orðið ófærar. Auknar líkur á grjóthruni og aurskriðum, þ.a. fólk er hvatt til að forðast brattar fjallshlíðar.

Það var frekar svalt og vætusamt hér fyrir norðan nú um helgina. Ágætis sumarveður tekur við á þriðjudaginn og stendur vitaskuld fram að helgi en þá kólnar og svo hlýnar aftur mánudaginn 29. júlí. Það er nokkuð þreyttur húmoristi sem semur handritið af þessu sumri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir