Grillaður dagur í Stóragerði

Það var margt um manninn í Sóragerði um sl. helgi. MYND: Þórey Gunnarsdóttir
Það var margt um manninn í Sóragerði um sl. helgi. MYND: Þórey Gunnarsdóttir

Það var margt um manninn sl. laugardag á Samgöngusafninu í Stóragerði Skagafirði sem bauð öllum gestum dagsins frítt inn á safnið í tilefni af því að þann 26. júní náði safnið þeim merka áfanga að verða 20 ára. Það var því öllu tjaldað til og margt annað sem var í boði fyrir gesti því þeir sem mættu gátu einnig fengið sér pylsu, drykki, köku og ís.

Þá náðu nokkrir á rúntinn í gömlum bíl en veðrið var hins vegar ekki með skipuleggjendum í liði að þessu sinni og setti það smá strik í reikninginn því búið var að panta listflug sem ekki var hægt að bjóða upp á og hoppukastalarnir fóru því miður aldrei upp sökum rigningar. En engu að síður var dagurinn frábær í alla staði þó svo að grillararnir hafi ekki fengið neina pásu því þeir stóðu frá kl. 11 til kl. 17 að grilla ofan í mannskapinn sem má áætla að hafi verið í kringum 500 manns.

Eigendur safnsins þakka öllum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna og vona að allir hafi farið saddir og sælir heim.

 

 

Hér má sjá Gunnar, stofnanda safnsins, og Ársæl Guðmundsson við opnun safnsins árið 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir