Fótboltavöllurinn á leikskólanum Ársölum fær yfirhalningu

Flottur er hann. Myndir tekinar af Facebook-síðu Þ.Hansen
Flottur er hann. Myndir tekinar af Facebook-síðu Þ.Hansen

Það var orðið löngu tímabært að laga litla fótboltavöllinn á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki því krakkarnir sem þar eru eru mjög duglegir að nota völlinn. Þarna hafa margir ungir og efnilegir krakkar sparkað í sinn fyrsta fótbolta og þó hann fái reglulegt viðhald þá verður hann fljótt holóttur og ljótur þegar blautt er í veðri.

Drengirnir hjá Þ. Hansen fóru á dögunum í viðhaldsvinnu á vellinum þar sem þeir skiptu um undirlag og lögðu svo gervigras yfir allt svæðið, glæsilega gert. Þess má til gamans geta að gervigrasið var endurnýtt – hafði áður brosað við sólinni á Sauðárkróksvelli en hefur nú fengið framhaldslíf á leikskólanum.

Þeir krakkar sem mættu á leikskólann á mánudaginn hafa eflaust verið kampakátir með nýja völlinn og efast ég ekkert um að hann hafi verið þétt setinn af krökkum sem ætla sér að verða góðir í fótbolta í framtíðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir